Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2010 03:15

Það kom aldrei annað til greina en að eiga hér

Eins og Skessuhorn greindi frá nú í vikunni fæddist þrjú hundraðasta barnið á Sjúkrahúsinu á Akranesi sunnudaginn 7. nóvember sl. Blaðamaður náði tali af ungu foreldrunum, Kristínu Bessu Sævarsdóttur og Jóhannesi Stefánssyni, rétt áður en þau yfirgáfu sjúkrahúsið í fyrradag.  “Það var skemmtilegur bónus að eiga þrjú hundraðasta barnið. Ljósmæðurnar voru búnar að bíða eftir því í þrjá daga, barn númer 299 kom á fimmtudaginn og svo kom okkar prins ekki í heiminn fyrr en á sunnudaginn,” sagði Kristín Bessa. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja enda bæði ung að árum, Kristín Bessa er 19 ára og Jóhannes 23 ára.

Þau eru bæði búsett í Rifi þaðan sem Jóhannes stundar sjómennskuna af kappi en Kristín Bessa hefur verið að vinna fiskinn í landi. Frá fæðingadeildinni er gott útsýni yfir Faxaflóann og sést Snæfellsjökullinn glöggt handan flóans. Unga parið getur því nánast horft “heim” frá stofunni sinni. “Það kom aldrei neitt annað til greina en að eiga barnið hér á Akranesi,” sagði Kristín Bessa og vildi að lokum senda starfsfólki sjúkrahússins sérstakar þakkir fyrir síðustu daga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is