Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2010 03:20

Vinnum samhent í að ná vopnum okkar á ný

-segir Magnús Árni Magnússon rektor Háskólans á Bifröst

 

“Nú erum við á fullu við að ná vopnum okkar á nýjan leik fyrir næstu önn og skipuleggja skólaárið,” segir Magnús Árni Magnússon rektor Háskólans á Bifröst í samtali við Skessuhorn. Óhætt er að segja að gustað hafi um framtíð skólahalds á Bifröst undanfarna viku eftir að ljóst varð að rektorinn valdi að styðja ekki áframhaldandi viðræður um sameiningu við Háskólann í Reykjavík. Magnús Árni viðurkennir að mikill tími og orka hafi farið í þessar viðræður síðustu vikurnar og er þakklátur fyrir að heima á Bifröst hafi gott fólk úr röðum starfsfólks staðið vaktina á meðan. Hann hélt upplýsingafund með nemendum í morgun þar sem fram kom mikill stuðningur við ákvörðun hans. “Það er gott að geta rætt milliliðalaust við nemendur eftir þá miklu athygli sem skólinn hefur fengið að undanförnu. Ég finn fyrir þéttum stuðningi við ákvörðun mína. Þá er ég einnig þakklátur fyrir hversu samfélagið hér í kring; ýmis félög, sveitarstjórn Borgarbyggðar og fleiri hafa sýnt í verki undanfarna daga að fólki er ekki sama um hvernig vélað verður með framtíð Háskólans á Bifröst.

Ekki hefur farið fram hjá neinum að rektor og stjórnarformaður Háskólans á Bifröst hafa ekki verið samstíga í ákvörðunum um áframhald viðræðna um sameiningu háskólanna tveggja. Magnús Árni segir öllum ljóst að stjórnarformaðurinn hafi aðrar skoðanir en hann sjálfir og menn hafi rétt til þess að vera ekki alltaf sammála. Andrés Magnússon stjórnarformaður skólans situr í umboði Hollvinasamtaka Bifrastar, en aðalfundur þess félags hefur verið boðaður næstkomandi miðvikudag. Þar verður Andrés annaðhvort að freista þess að endurnýja umboð sitt sem stjórnarmaður fyrir hönd félagsins eða stíga til hliðar.

 

Magnús Árni segir að stjórn skólans komi saman til fundar næstkomandi mánudag. Þar muni hann leggja fram áætlun um stefnu skólans og framtíðarsýn. Þetta sé fundur sem alltaf sé haldinn á þessum tíma árs. Það sé í verkahring rektors að stýra skólanum í samráði við háskólaráð, stjórn skólans og starfsfólk hverju sinni. “Við förum nú af fullum krafti í að skipuleggja næsta skólaár og vekja athygli á skólanum. Staða Háskólans á Bifröst er þannig séð ágæt og fjárhagslega stendur hann vel. Við þurfum að mæta niðurskurði líkt og aðrar skólastofnanir í landinu og erum að glíma við að færri nemendur hófu nám í haust en æskilegt hefði verið. Þetta er því erfið sigling ekkert síður en hjá flestum fyrirtækjum og heimilum í landinu. Við munum hins vegar spýta í lófana og sýna að við erum fólk til að standa undir þessum breytingum og aðlaga skólann því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu,” sagði Magnús Árni að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is