Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2010 11:01

Frumvarp um veiðar á ref og mink

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður (D) í NV kjördæmi er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi til laga sem var lagt fram á Alþingi í liðinni viku. Þingmenn úr öllum flokkum utan Hreyfingarinnar standa að flutningi frumvarpsins auk Einars. Í því er kveðið á um heimild til endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna refa- og minkaveiða. Hér er um að ræða baráttumál bænda og ekki síður sveitarfélaga, einkanlega þeirra landmeiri. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Eyðing refa og minka er kostnaðarsöm og hefur lagst með vaxandi þunga á fjárhag ýmissa sveitarfélaga. Þetta á einkum við hin landmeiri sveitarfélög, sem í ýmsum tilvikum eru einnig fámenn. Hlutfallslegur kostnaður við þetta verkefni hefur haft mjög íþyngjandi áhrif á fjárhag þeirra og kallað hefur verið eftir úrbótum.

Þetta verkefni er í raun samfélagslegt, segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir að refur og minkur sé vágestur í náttúrunni og hafi sumsstaðar haft mjög slæm áhrif á lífríkið. Fuglalíf hefur látið undan og dæmi eru um að bændur hafi orðið fyrir tjóni með því að þessi dýr hafi lagst á búpening. Það er því eðlilegt að ríkisvaldið komi að verkefninu með sveitarfélögunum, meðal annars til þess að jafna þann kostnað sem ella leggst með ósanngjörnum hætti á fámenn og landmikil sveitarfélög. Ríkið innheimtir virðisaukaskatt af veiðum á ref og mink. Innheimtur virðisaukaskattur var, á verðlagi ársins 2009, í kring um 11 milljónir króna á. Lagt er til í frumvarpinu að sveitarfélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt enda eru dæmi um slíkt í tilvikum þar sem um er að ræða samfélagsleg verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is