Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2010 09:30

Seiglusigur Snæfells í Breiðholtinu

Snæfellingar unnu sannkallaðan seiglusigur á ÍR-ingum þegar liðin mættust í Seljaskóla í gærkveldi. Snæfell var undir mestallan leikinn en tókst að komast yfir í síðasta leikhlutanum og vinna sanngjarnan sigur 107:94. Snæfell heldur því toppsætinu í IE-deildinni er með 12 stig eftir sjö leiki.  ÍR-ingar, sem eru neðstir í deildinni með aðeins einn sigur eftir sjö umferðir, voru staðráðnir í að laga stöðu sína. Þeir voru vel yfir strax í fyrsta leikhluta og leiddu í hálfleik með fimm stigum, 58:53. Breiðhyltingarnir héldu áfram frumkvæðinu og Íslands- og bikarmeistararnir úr Hólminum voru ekki að sýna sitt rétta andlit. Það var þó Emil Þór Jóhannsson sem steig upp, hélt sínum mönnum inni í leiknum og átti sinn besta leik í vetur. Sami munur var á liðunum þegar síðasti fjórðungur hófst, en þá var staðan 78:73 fyrir ÍR. Það var ekki fyrr en tölurnar voru farnar að síga í níutíu stigin að Snæfelli tókst að jafna, það gerði Sean Burton í stöðunni 86:86.  

Pálmi Freyr kom síðan Snæfelli yfir og eftir það var ekki aftur snúið. Úrslin eins og áður segir öruggur sigur Snæfells 107:94.

Sean Burton var stigahæstur hjá Snæfelli skoraði 26 stig. Jón Ólafur Jónsson 22, Emil Þór Jóhannsson 21, Ryan Amoroso 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Atli Rafn Hreinsson og Egill Egilsson 3 stig hvor og Sveinn Arnar Davíðsson 2 stig. Hjá ÍR voru þrír útlendingar stigahæstir og þar skoraði mest Kelly Biedler 30 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is