Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2010 10:01

Ungur Borgfirðingur bæði heims- og Evrópumeistari

Einar Örn Guðnason 19 ára Borgfirðingur hampar nú bæði heims- og Evrópumeistaratitli í kraftlyftingum. Einar sem keppir undir merkjum kraftlyftingasambandsins Metal vann á dögunum bæði samanlagt og í bekkpressu í sínum flokki, undir 90 kílógrömmum, á heimsmeistaramótinu sem fram fór í háskólabænum Bath í Englandi. Eins og Skessuhorn greindi frá varð Einar Örn líka tvöfaldur Evrópumeistari á Akureyri síðasta sumar. Þá hafði hann stundað íþróttina í aðeins hálft annað ár, slysaðist til að prófa eftir að hafa gutlað í ýmsum íþróttum, mest frjáls íþróttum hjá UMSB. Það voru einmitt tvö ár frá því Einar Örn byrjaði æfingar í kraftlyftingum þegar hann hélt til Englands nú í byrjun nóvember til að taka þátt í heimsmeistaramótinu. Einar Örn sigraði með því að lyfta samanlögðu 670 kílóum og jafnaði þar sitt eigið heimsmet í bekkpressu, sem er upp á 180 kíló. Einar segist hafa verið mjög nálægt því að bæta metið.

„Ég reyndi við heimsmetið í öllum greinum bæði á heimsmeistaramótinu sjálfu og líka sérmótum sem haldin voru þarna. Ég var mjög nálægt því og það var t.d. aðeins smáhik hjá mér í einni lyftu í bekkpressunni sem varð til þess að ég sló ekki metið,“ segir Einar Örn. Hann býst við að næsta mót sem hann muni keppa á verði Íslandsmót hjá Metal, sem annað hvort verður í lok janúar eða byrjun febrúar. Um það leyti verða tvö ár frá því hann keppti á sínu fyrsta móti, en árangur hans af æfingum hefur skilað sér á ótrúlega vel á skömmum tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is