Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2010 07:01

Uppheimar gefa út Sögu Akraness

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Uppheima um útgáfu á fyrstu tveimur bindum Sögu Akraness. Bæjarráð leggur áherslu á að vandað verði til lokafrágangs og að bækurnar verði í saumuðu bandi. Samþykkt bæjarráðs bindur þar með endi á langt undirbúningsferli útgáfu Sögu Akraness sem kostað hefur bæjarsjóð tugi milljóna. Seinast þegar sá kostnaður var tekinn saman var hann kominn á áttunda tug milljóna. Áætlað er að fyrstu tvö bindi sögunnar verði búinn til prentunar í janúar og þau komi út í byrjun mars.

 

 

 

 

Fyrsta bindi Sögu Akraness nær frá landsnámsöld fram til loka sautjándu aldar. Annað bindið nær yfir átjándu öldina og að sögn Gunnlaugs Haraldssonar þjóðháttafræðings sem ritar Sögu Akraness, mun þriðja bindið ná yfir nítjándu öldina og fjórða bindið yfir þá tuttugustu, eða fram að árinu 2000. Fyrstu tvö bindin eru rúmar þúsund blaðsíður, ásamt skrám eins og örnefnaskrá og fjölda korta og mynda. Söguritarinn Gunnlaugur segir að þriðja bindið sé til í handriti, reyndar tíu ára gömlu sem þurfi að yfirfara, en ekkert verði því til fyrirstöðu að það komi út þegar tími þyki til. Hann sé hins vegar kominn fram til ársins 1942 í ritun fjórða bindis og því enn talsvert í land að því verki verði lokið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is