Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2010 11:21

Hákon EA laskaður eftir strand inn af Stykkishólmi í gær

Frystitogarinn og nótaveiðiskipið Hákon EA 148 tók niðri um nónbil í gær á sundunum inn af Stykkishólmi, en skipið var þá nýlega komið til síldveiða á Breiðafirði. Gat kom á skipið á einum stað og þá er skrúfa þess eitthvað löskuð. Þó tókst að sigla skipinu til hafnar í Grundarfirði þar sem kafarar eru nú að meta skemmdir og gera bráðabirgðaviðgerð á því þannig að sigling í slipp verði örugg. Samkvæmt upplýsingum frá Gjögri hf, sem gerir skipið út, verður nú siglt með skipið í þurrkví líklega í Hafnarfirði þar sem fullnaðarviðgerð verður gerð á því. Skipið kom á síldarmiðin í Breiðafirði í gærmorgun og var búið að kasta einu sinni þegar óhappið varð. Enginn afli var þó kominn um borð. Hákon EA er 76,2 metra langt og 14,4 m breitt uppsjávarveiðiskip. Afkastageta þess í frystingu er um 120 tonn á sólarhring.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is