Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2010 03:25

Menntun er skemmtun - fjölbreytt menntaskemmtun í Borgarnesi

Í tilefni þess að sveitarfélagið Borgarbyggð er að eignast með formlegum hætti Mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi verður blásið til hátíðar í húsinu á morgun, laugardag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars kynnt niðurstaða úr nafnasamkeppni um húsið. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni sem hlotið hefur nafnið Menntun – skemmtun. Þar munu leik-, tón-, grunn-, mennta- og háskólar í Borgarfirði kynna sig á skemmtilegan hátt. Auk þess munu menningarstofnanir eins og Landnámssetur, Brúðuheimar, Safnahús, Landbúnaðarsafnið og Snorrastofa taka þátt í hátíðinni ásamt Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, RUV og nýstofnuðu dansstúdíói Evu Karenar.

Fjöldi örfyrirlestra verða fluttir á sviði. Meðal þeirra má nefna örfyrirlestur um Mjólkurskólann á Hvanneyri og Hvítárvöllum, eina fyrstu starfsmenntabraut sem konur eignuðust hérlendis, en hún opnaðist fyrir réttum 110 árum. Það verður Bjarni Guðmundsson forstöðumaður Landbúnaðarsafnsins sem flytur hann.

 

Sjá nánar auglýsingu um Menntun og skemmtun í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is