Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2010 06:44

Segja að rætt sé um elliglöp

Þau eru ótrúlega lífsseig gömlu húsin, jafnvel þótt sum séu komin í það ástand að mörgum finnist að ekkert bíði þeirra nema eldurinn. Þannig hefur það kannski verið með húsið Blómsturvelli við Presthúsabraut númer 26 á Akranesi. Fólkið í götunni hefur orðið vart við bjástur í húsinu núna síðustu vikurnar. Það er vegna þess að kominn er nýr eigandi að húsinu sem hyggst gera það upp og er þegar byrjaður að hreinsa til.

„Ég sá þetta hús auglýst til sölu í sumar og datt í hug að kíkja á það. Endirinn varð sá að ég keypti það, fannst spennandi að glíma við að gera það upp. Maður hefur reyndar heyrt talað um elliglöp og kannski er þetta það,“ segir Ólafur Ellertsson 76 ára byggingameistari.

Hann var að rífa niður veggfóðursþiljur og panil á hæðinni ásamt rafvirkjanum Ingimar bróður sínum þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði. „Blessaður vertu það þarf að rífa hér og endurnýja alla klæðningar. Ég er að vonast til að helstu máttarviðir séu í lagi og það sem ég hef séð af borðaklæðingunni utan á húsgrindinni þá lítur hún vel út. Núna í vetur þarf ég að smíða gluggana og vera tilbúinn með þá næsta sumar þegar ég ætla að byrja á því að taka húsið í gegn að utan,“ segir Ólafur.

 

Nánar er rætt við Ólaf í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is