Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2010 12:27

Félag heimamanna og fleiri kaupa Límtré Vírnet

Landsbankinn hefur ákveðið að taka tilboði heimanna í Borgarnesi og á Suðurlandi, auk fjárfesta, í kaup á Límtré Vírneti. Á fjölmennum fundi heimamanna í Borgarnesi í haust var kosinn undirbúningshópur til að leiða það verkefni sem var að reyna að tryggja aðkomu og hagsmuni heimamanna að áframhaldandi starfsemi Límtrés Vírnets. Markmiðið var að starfsemin yrði í líkri mynd og var fyrir aðkomu BM Vallár að rekstrinum. Guðsteinn Einarsson hefur farið fyrir þessum hópi fjárfesta sem stofnaði fyrirtækið Uxahryggi ehf. “Við stofnuðum Uxahryggi ehf. um þetta verkefni og lögðum inn tilboð, fyrst óskuldbundið og síðan skuldbundið tilboð sem Landsbankinn hefur nú gengið að. Þessi hópur leitaði að samfjárfestum með höfðu svipaða sýn á framtíð félagsins. Okkur tókst að fá að verkefninu fjárfestingafélagið Stekk ehf, sem er í eigu Kristins Aðalsteinssonar, og félagið Bingó ehf. sem er í eigu Hjörleifs Jakobssonar. Saman eiga þessi félög um 80% og heimamenn á Vesturlandi og Suðurlandi um 20%,” segir Guðsteinn.

Hann segir að fyrirhugað sé að auka hlutafé í félaginu innan skamms þannig að þeir heimamenn sem þess óski geti þá keypt hlut í félaginu.

 

“Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Höfum fengið trausta aðila að þessu með okkur og höfum með þessu tryggt áframhaldandi starfsemi þessa fyrirtækið á Vesturlandi og Suðurlandi,” segir Guðsteinn.

 

Skrifað verður undir kaupsamning milli Landsbankans og Uxahryggja í höfuðstöðvum Límtrés Vírnets síðdegis í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is