Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2010 01:49

Hafró leggur til 200 þúsund tonna loðnukvóta

„Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2010/2011 verði samtals 200 þúsund tonn. Jafnframt leggur stofnunin til að ekki verði gerðar breytingar á núgildandi reglum um takmörkun á notkun flotvörpu við veiðarnar," segir í tilkynningu frá stofnuninni sem send var út fyrr í dag.  Í tilkynningunni segir einnig: „Um 100 milljarðar mældist af eins árs loðnu og er það meiri fjöldi en mælst hefur frá því um aldamót, en mjög lítið hefur fundist af eins árs loðnu á undanförnum árum. Ástand hennar var mjög gott bæði meðallengd og meðalþyngd voru yfir meðallagi. Sýni sem tekin voru í leiðangrinum benda til þess að tæp 10% eins árs gömlu loðnunnar muni hrygna næsta vor. Það er hærra hlutfall en sést hefur í fyrri mælingum sem gerðar hafa verið á þessum árstíma.

Alls mældust um 36 milljarðar af loðnu sem gert er ráð fyrir að hrygni á komandi vertíð. Þar af var fjöldi tveggja ára loðnu um 26 milljarðar, sem samsvarar um 490 þúsund tonnum. Einungis mældust tæp 20 þúsund tonn af þriggja ára og eldri loðnu. Samkvæmt mælingunum er því stærð hrygningarstofnsins rúm 630 þúsund tonn. Þar af er ársgamla loðnan 120 þúsund tonn og tveggja ára og eldri loðna um 510 þúsund tonn. Miðað við framangreindar mælingar, að teknu tilliti til náttúrlegra affalla, þyngdaraukningar fram að hrygningu og að skilin verði eftir 400 þús. tonn til hrygningar, reiknast veiðistofn loðnu 198 þúsund tonn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is