Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2010 08:01

Akranesrallið verður í Hafnarfirði á morgun

Rallkeppnin, sem halda átti á Akranesi og í grennd bæjarins, laugardaginn 6. nóvember sl. og fresta þurfti þar sem ekki fékkst leyfi fyrir keppninni, verður haldin í Hafnarfirði á morgun. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem stendur fyrir mótinu. Jón Þór Jónsson formaður BÍKR segir að stjórn klúbbsins sem og samstarfsaðilarnir á Akranesi, Bílaklúbbur Vesturlands, hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum að ekki skuli hafa fengist leyfi fyrir Akranesrallinu. Jón Þór segir að réttar og fullnægjandi upplýsingar um keppnina hafa ekki borist til bæjarfulltrúanna sem tóku ákvörðun um að veita ekki leyfi til keppninnar en forsvarsmenn BÍKR hafa óskað eftir því að fá að kynna keppnina og starfsemi klúbbsins fyrir bæjarfulltrúum.

„Við vorum búnir að kynna málið fyrir starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Þeim leist vel á okkar áætlun, enda henta aðstæður á Akranesi mjög vel til svona keppni þar sem sérleiðirnar eru vel afmarkaðar frá íbúðarsvæðum og því hægt um vik með öryggisgæslu og ónæði íbúa í lágmarki. Það er ekkert nýtt að við séum með sérleiðir inni í bæjum og í jaðri byggða í landinu. Þarna var ætlunin að við yrðum með stutta og snarpa sérleið á hafnarsvæðinu, á Faxabraut og niður á Breið. Það átti að loka götum á þessu svæði í þrjá tíma og vera með öfluga gæslu. Við erum alltaf með mjög góða gæslu og öryggisráðstafanir, til að mynda með kafara tiltæka þegar ekið er um hafnarsvæði. Þegar keppni á þessari sérleið yrði afstaðan var meiningin að keppnisbílunum væri ekið í rólegri umferð út úr bænum, þar sem keppnin átti að hald áfram meðfram Berjadalsánni og í landi Ytri-Hólms.“

 

Jón Þór segir að það sé ekki síst vegna áhugasamra félaga í Bílaklúbbi Vesturlands sem það sé leiðinlegt að þetta mál hafi klúðrast. „Við erum að vinna í forvarnarstarfi í samvinnu við Umferðarstofu, um að ná til ungra ökumanna, beina þeim úr hraðaakstri á götunum út á afmarkaðar brautir. Ætlunin var einmitt að byrja á því verkefni á Akranesi, en þetta breytir engu um samstarfið, staðsetningin er bara önnur,“ segir Jón Þór Jónsson formaður BÍKR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is