Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2010 07:01

Prófastsdæmum fækkað í eitt á Vesturlandi

Kirkjuþingi, æðstu stofnun þjóðkirkjunnar, lauk síðasta föstudag. Á þinginu voru lögð fram 38 mál og voru þau afgreidd með 11 starfsreglum og 19 þingsályktunum. Meðal þess sem samþykkt var má nefna að efla á samstarf sókna fyrir lok næsta árs með það fyrir augum að samræma og jafna þjónustu sem í boði er í sóknum landsins. Þá var ákveðið að fækka prófastsdæmum úr tólf í níu. Borgarfjarðarprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi sameinast í Vesturlandsprófastsdæmi og Eyjafjarðaprófastsdæmi og Þingeyjarprófastsdæmi sameinast í Eyjafjarða- og Þingeyjarprófastsdæmi frá 30. nóvember 2010. Múlaprófastsdæmi og Austfjarðarprófastsdæmi sameinast í Austurlandsprófastsdæmi frá 1. nóvember 2011.

Þingið fjallaði um fjármál kirkjunnar og lýsti áhyggjum sínum vegna niðurskurðar sem vegi að grunnþjónustu kirkjunnar um allt land. Þingið ályktaði um kirkju, þjóð og framtíð og skipaði starfshóp sem huga skal að þróun samfylgdar og tengsla ríkis og kirkju. Það skipaði einnig milliþinganefnd sem á að fara yfir frumvarp til nýrra þjóðkirkulaga. Loks var kjörið nýtt kirkjuráð sem situr næstu fjögur árin.  Þriggja manna rannsóknarnefnd var kosin sem á að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is