Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2010 09:01

Frumvarp til umferðarlaga samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi tillögu Ögmundar Jónassonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að senda þingflokkum stjórnarflokkanna frumvarp til nýrra umferðarlaga og leita samþykkis þeirra til að leggja það fram á Alþingi. Frumvarpið er alls 120 greinar og felur í sér ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal nýmæla í frumvarpinu er að heimilt verður að lækka sektir vegna umferðarlagabrota um allt að 25% ef sakborningur getur sýnt fram á að hann hafi haft tekjur undir lágmarkslaunum. Einnig eru breytingar á ákvæðum um ökuréttindaflokka og gildistíma ökuskírteinis og verða þau mun ítarlegri en í núgildandi lögum. Gert er ráð fyrir að ökuskírteini sem gefin verða út hér á landi eftir 1. janúar 2013 gildi í 15 ár.

Þá verður samkvæmt frumvarpinu tilhögun ökunáms og ökukennslu breytt þannig að ökuskólar munu verða þungamiðjan í kennslu til ökuréttinda í stað sjálfstæðra ökukennara nú. Ökuleyfisaldur verður hækkaður úr 17 í 18 ár. Gert er ráð fyrir að aldursmörk verði hækkuð í áföngum til ársins 2015. Á árinu 2016 verði 18 ára aldursmarkið að fullu komið til framkvæmda miðað við að frumvarpið verði að lögum þann 1. janúar 2012.

 

Reglur um hámarkshraða utan þéttbýlis verða rýmkaðar og ökuhraði á akbraut með bundnu slitlagi og fleiri en einni akrein er samræmdur í 90 km á klst. Leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns er lækkað í 0,2‰ en í núgildandi lögum er viðmiðið 0,5‰. Ekki er þó gert ráð fyrir ökuleyfissviptingu ef magn áfengis er milli 0,2‰ og 0,5‰ heldur einungis sekt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is