Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2010 10:42

Frambjóðendur ráða sér talsmann

Margir frambjóðendur til stjórnlagaþings óttast að “viðtalsvandi” fjölmiðla geti dregið úr kjörsókn á laugardaginn. Drjúgur hluti frambjóðenda hefur stofnað hvatningarhóp og ráðið sér Fjalar Sigurðarson almannatengil sem talsmann hópsins. Hlutverk hans verður að koma fram í fjölmiðlum fyrir sína hönd og hvetja almenning til að kjósa á laugardaginn. “Fjölmiðlar eiga skiljanlega erfitt með að fjalla um kosningarnar á laugardaginn á sama hátt og hefðbundnar kosningar, vegna fjölda frambjóðenda og jafnræðisreglunnar,” segir hópur frambjóðenda. Hópurinn telur hættu á því að það komi niður á kjörsókn.  “Kjósendur eru vanir því að fjölmiðlar séu uppfullir af frambjóðendum, viðtölum, umræðum og kappræðum síðustu vikur fyrir kosningar. Í þessum kosningum er slíkt ekki mögulegt vegna fjölda frambjóðenda og jafnræðisreglunnar og að óbreyttu getur það komið niður á kjörsókn  á laugardag.”

Frambjóðendur til stjórnlagaþings segjast ekki trúa því að það þurfi að eyða hátt í 500 milljónum til að draga kjósendur að kjörborðinu, eins og kostnaður við hefðbundnar kosningar hefur verið. Þar sem frambjóðendur hafa ekki úr þeim fjármunum að moða óttast þeir að kosningarnar verði ekki eins áberandi og því hætt við að það hafi áhrif á kjörsókn á laugardag. Frambjóðendur skora á kjósendur að svara kalli og kjósa á laugardaginn,” segir í tilkynningu frá talsmanni þeirra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is