Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2010 02:49

Meirihluti landsmanna hlynntur áliðnaði

Samál, samtök álfyrirtækja á Íslandi, tóku formlega til starfa í lok síðustu viku. Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og að auka upplýsingagjöf um áliðnaðinn. Í Capacentkönnun sem gerð var 21.-28. október sl. kemur fram að liðlega 54% landsmanna eru jákvæðir gagnvart íslenskum áliðnaði, liðlega 23% eru hlutlausir í afstöðu sinni til iðnaðarins en einungis 22% landsmanna segjast neikvæðir gagnvart áliðnaði hér á landi.

 

 

 

 

 

„Þessi nýju samtök munu leggja sérstaka áherslu á upplýsingagjöf enda hafa skoðanakannanir sýnt að aðeins 25% landsmanna telja sig þekkja vel til áliðnaðar þrátt fyrir alla þá umfjöllun sem hann hefur fengið. Þá hefur það og sýnt sig að afstaða fólks sem býr í nágrenni við álverin er jákvæðari í garð þeirra. Þetta rímar vel við þá stefnu álfyrirtækjanna að vera góðir grannar. Eftir því sem fólk þekkir betur til iðnaðarins, þeim mun jákvæðara er það. Aukin upplýsingagjöf er því stærsta hagsmunamál áliðnaðarins á Íslandi í dag,“ segir Rannveig Rist, stjórnarformaður Samáls.

 

„Íslenski áliðnaðurinn er í dag í fararbroddi á heimsvísu hvað umhverfismál varðar. Þannig er heildarlosun gróðurhúsategunda á hvert framleitt tonn hér á landi, að teknu tilliti til losunar vegna raforkuframleiðslu, aðeins um 20% af losuninni sem verður við framleiðslu málmsins í Evrópu. Mikil framþróun hefur átt sér stað í íslenskum álverum hvað umhverfismálin varðar en frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn dregist saman um nær 75%.  Á árinu 2009 minnkaði losunin á hvert framleitt tonn um 11% frá árinu á undan,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samáls. Á vefsíðu samtakanna, www.samal.is koma fram ýmsar upplýsingar um hagræn áhrif áliðnaðarins.

 

 

Á myndinni er stjórn Samtaka áliðnaðarins: Ragnar Guðmundsson Norðuráli, Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samáls, Rannveig Rist frá Ísal og Tómas Már Sigurðsson Fjarðaráli.

Ljósmynd: Hreinn Magnússon.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is