Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2010 10:32

Flutningsgjald jólapakka rennur til góðgerðarmála

Þeir sem senda jólapakkana sína með Landflutningum þetta árið leggja jafnframt lóð sitt á vogarskálina til hjálpar þeim sem minna mega sín. Allt flutningsgjald hvers pakka, 890 krónur, rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Jólaaðstoðar 2010. Jólaaðstoðin verður afhent dagana 20. - 22. desember. Úthlutun í Reykjavík fer fram að Skútuvogi 3 og afgreiðslur verða sömuleiðis á Akranesi, Akureyri, í Grindavík og Keflavík. Það er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða krossins í Reykjavík og Hjálpræðishersins um land allt. Þeir sem vilja sækja sér aðstoð Jólahjálpar þurfa að sækja um hjá prestum og félagsmálayfirvöldum í hverju byggðarlagi.  

Fyrirframgreiðsla að upphæð tvær milljónir króna var afhent formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í gær. Framlagið verður afhent að fullu þegar uppgjör liggur fyrir í janúar.

 

„Á hverju ári eru nokkur þúsund jólapakkar fluttir landshlutanna á milli með bílum Landflutninga og fannst okkur tilvalið að taka höndum saman við viðskiptavini okkar og létta Mæðrastyrksnefnd róðurinn með því að færa ykkur tekjurnar af ólapakkaflutningunum,“ sagði Jörundur Jörundsson, framkvæmdastjóri Landflutninga.

 

„Það er von okkar að þetta framlag nýtist vel í því mikilvæga og óeigingjarna starfi sem Mæðrastyrksnefnd sinnir. Við vitum að þörfin er brýn og einmitt núna í jólaundirbúningnum er mikilvægt að standa saman og láta gott af sér leiða,“ sagði Jörundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is