Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2010 08:01

Nóvemberúthlutun Mæðrastyrksnefndar í dag

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands er þessa dagana að hefja starfsemi í nýju húsnæði á Akranesi, rúmgóðu og glæsilegu við Stekkjarholt 10 á Akranesi, þar sem Bónusvídeó var áður til húsa. Það var Arionbanki sem lét nefndinni húsnæðið til afnota endurgjaldslaust. Aníta Björk Gunnarsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Vesturlands segir að stuðningur við nefndina núna lofi mjög góðu um að hægt verði að hafa mánaðarlegar úthlutanir. Hún segir alveg ljóst að meiri þörf sé fyrir starf Mæðrastyrksnefndar en áður. Úthlutun fyrir nóvember verður í dag, fimmtudag og fyrir desember á bilinu 5.-10. næsta mánaðar.

 

 

 

 

 

Aníta sagði mjög gleðilegt hvernig ýmsir vinnustaðir hafi sýnt stuðning að undanförnu. Þannig veittu starfsmenn Norðuráls höfðinglegan styrk nýlega. Dagmæðurnar á Akranesi, átta að tölu, komu færandi hendi hver með sinn haframjölspakkann og bleyjupokann. Þá stóðu nokkrar konur fyrir kökubasar til stuðnings Mæðrastyrksnefndinni og höfðu upp úr honum 160 þúsund krónur. Þannig mætti áfram telja, en á síðasta ári var það þannig að nokkur fyrirtæki styrktu Mæðrastyrksnefnd og slepptu þess í stað að kaupa jólagjafir handa starfsmönnunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is