Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2010 01:09

Kaffi 59 bakar fyrir Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands ákvað að leita til áhugasamra íbúa að þegar bakað yrði til næstu jóla verði hrærð aðeins stærri uppskrift en venjulega og aukaplata sett í ofninn með kökum sem gefa mætti Mæðrastyrksnefnd til úthlutunar. Þessu kalli svöruðu konurnar á veitingastaðnum Kaffi 59 í Grundarfirði og rúmlega það. Þegar blaðamaður náði tali á þeim voru þær búnar að baka fimm sortir af smákökum og setja í 18 box. “Við vildum reyna að skila einhverju af okkur. Við höfðum tök á því að gera þetta og fannst það því sjálfsagt. Það er gott að geta hjálpað þeim sem hafa það verr en við,” sagði Hrund Hjartardóttir annar eigandi Kaffi 59 í samtali við Skessuhorn.

Hún segir að síðan sé stefnt að því að aka með öll boxin á Akranes mánudaginn 6. desember þar sem Mæðrastyrksnefnd tekur við smákökum vegna jólaúthlutunar milli kl. 13 og 17 að Stekkjarholti 10. Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar verður síðan fimmtudaginn 9. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is