Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2010 03:26

FÍB hlaut viðurkenninguna Umferðarljósið 2010

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hlaut í morgun verðlaunin Umferðarljósið, viðurkenningu Umferðarráðs árið 2010. Viðurkenningin er veitt einstaklingum eða samtökum sem hafa lagt fram mikilsverðan skerf í umferðaröryggismálum. Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Karl V. Matthíasson, formaður Umferðarráðs, afhentu verðlaunin við setningu umferðarþings sem nú stendur í Reykjavík. Steinþór Jónsson, formaður FÍB, Ólafur K. Guðmundsson varaformaður og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins tóku við verðlaununum. Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, sagði þegar hann kynnti niðurstöðu valnefndar, að FÍB hefði allt frá stofnun árið 1932 sinnt umferðaröryggismálum.

Fjallað væri um þau á fundum, í riti félagsins og vefsíðu þess og félagið hefði einnig átt gott samstarf við ýmsa aðila um hvaðeina er vera mætti til framdráttar í umferðarmálum þjóðarinnar. Nú síðast væri samstarfið um mat á vegakerfinu sem félagið ynni með yfirvöldum samgöngu- og vegamála með styrk ýmissa aðila.

Á myndinni hampar Steinþór Jónsson formaður FÍB  verðlaununum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is