Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2010 10:33

Forðagæslumaður í samskiptum við alla búfjáreigendur

Í hverju sveitarfélagi eru skipaðir forðagæslumenn til að hafa gát á fóðurbirgðum bænda og almennri meðferð þeirra á búpeningi. Í Borgarbyggð hefur Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum sinnt þessu starfi, en hún hefur samfellt verið forðagæslumaður í tæp 40 ár, fyrst í Borgarhreppi. “Vorskoðun hefst um miðjan febrúar. Ég byrja yfirleitt í þéttbýlinu og þá aðallega hjá hestaeigendum en þó nokkrum sauðfjáreigendum einnig. Um miðjan mars fer ég síðan í heimsóknir til bænda þar sem ég skoða fóðurástand gripa og aðbúnað. Sé heyforði ekki nægur tryggi ég að bóndinn sé búinn að gera ráðstafanir til að fá viðbótar fóður. Húsakostur er allur skoðaður, hvort hann sé í samræmi við reglugerð. Ef bóndinn uppfyllir ekki öll skilyrði fær hann hálfsmánaðar frest til að gera úrbætur. Sem betur fer kemur það ekki oft fyrir.

Ef ég fæ hins vegar ábendingu um vanfóðrun fer ég á staðinn og athuga málið. Þegar rétt reynist og fóðrun búpenings er ábótavant ber mér að tilkynna það til héraðsdýralæknis og Búnaðarsamtakanna. Það er síðan þeirra að fylgja málinu á eftir. Sem betur fer gerist það ekki oft. Slík mál eru mjög erfið viðureignar og yfirleitt á sama fólkið í hlut.”

 

Guðrún segir starfið mjög fjölbreytt og lærdómsríkt. Búfjáreftirlitsmaður fái að fara í öll útihús á öllum bæjum héraðsins og kynnist öllum bændum á svæðinu. “Ég fæ að heyra mismunandi sjónarmið og kynnist hugsjónum bændanna. Oft myndast góður kunningsskapur okkar á milli og jafnvel vinátta. Ég hef fengið margar kökuuppskriftir og keypt marga góða barnahesta og hrúta af þessum bændum. Eitt sinn gerðist ég jafnvel svo kræf að kaupa mér tvær endur þegar ég var á ferðinni. Þá hef ég einnig hjálpað mörgum við að selja sína gripi.”

 

Ítarlegt viðtal er við Guðrúnu forðagæslumann í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is