Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2010 11:50

Starfshópur skipaður um vanda svínaræktarinnar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Þetta var ákveðið á fundi sem ráðherra hélt með fulltrúum Svínaræktarfélags Íslands, Matvælastofnunar, Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Vandi svínaræktar á Íslandi hefur verið í umræðu að undanförnu en greinin hefur nú á einum áratug gengið í gegnum tvö tímabil offramleiðslu, gjaldþrota og verðfalls afurða. Samhliða hefur þróunin verið í átt að aukinni samþjöppun í eignarhaldi. Mikil afskipti bankastofnana hafa síðan veikt samkeppnisgrundvöll smærri rekstrareininga.

Til starfshóps um málið verða kallaðir fulltrúar framleiðenda, neytenda, dýraverndar í landinu og eftirlitsaðila. Vinnunni verður stjórnað af starfsmönnum ráðuneytisins en markmiðið er að fjalla um málefni greinarinnar á breiðum grundvelli. Þar koma til álita þau umfjöllunarefni aðbúnaðar og meðferðar svína sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum að undanförnu. Stefnt er að því að ný aðbúnaðarreglugerð líti dagsins ljós fyrir lok árs.  Jafnframt verður m.a. horft til nýtingar á innlendu fóðri í svínarækt, þátt svínaræktar í fæðuöryggi og öryggismál sem tengjast svínarækt í nágrenni þéttbýlis.Þá verður leitað samstarfs við umhverfisráðuneyti varðandi úrgangsmál og aðra umhverfisþætti er snúa að svínaræktinni, segir í fréttatilkynningu vegna skipunar starfshópsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is