Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2010 12:08

Mikið frost í Borgarfirði og mun enn bæta í það

Samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar varð kaldast í nótt í byggð á Þingvöllum eða -15,2°C.  Fá fór frostið í 14,7 stig í Húsafelli og litlu minna var það í Stafholtsey í Borgarfirði.  Þá mældist lægstur hitinn -14 stig á Sauðárkróksflugvelli. Allir eru þessir staði þekktir kuldapollar í froststillum.  Á hálendinu fékkst lægsta talan ofan úr Veiðavatnahrauni eða -16,4°C. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á veðurbloggsvef sínum að nú sé yfir landinu miðju staðbundinn miðja hæðar með þrýsting um og yfir 1040 hPa.  Hún er hluti víðáttumikils háþrýstings sem nú ríkir á stóru svæði umhverfis landið. Meðfylgjandi kort frá Veðurstofunni frá klukkan 09 í morgun sýnir hæðina nánast yfir miðju landinu.  Horfur eru á því að frostið herði heldur, einkum í innsveitum og fari staðbundið yfir 20 stig í kvöld og nótt.  Úti við sjóinn er sums staðar alveg frostlaust og þannig var hiti +1°C i Grímsey nú kl. 09. 

Annars sækir að okkur með hægð úr vestri heldur mildara loft í nótt og á morgun, næstu daga verður samt heldur kalt við yfirborð í innsveitum norðaustan- og austanlands, segir Einar Sveinbjörnsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is