Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2010 07:01

Dregið úr niðurskurðartillögum til heilbrigðismála

Guðbjartur Hannesson, heilbr.ráðherra.
Heildarniðurskurður á heilbrigðisstofnunum verður hvergi meiri en 12% á næsta ári samkvæmt tillögum Guðbjartar Hannessonar heilbrigðisráðherra um breyttar kröfur til hagræðingar á heilbrigðisstofnunum. Ríkisstjórnin staðfesti tillögur ráðherra á fundi sínum fyrir síðustu helgi. Faghópur á vegum ráðuneytisins hefur á síðustu vikum fundað með stjórnendum og fagfólki á heilbrigðisstofnunum til að leggja mat á möguleika heilbrigðisstofnana til þess að mæta hagræðingarkröfum samkvæmt fjáralagafrumvarpinu. Ráðherra hafði við framlagningu frumvarpsins kynnt ákveðna fyrirvara sem hann gerði við þennan þátt frumvarpsins.

Hann fól í kjölfarið faghópi að yfirfara útfærslur stofnananna á aðgerðum til að mæta kröfum um hagræðingu, fá mat þeirra á áhrifum á öryggi íbúa, sjúkraflutninga, almenna heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu á hverju svæði fyrir sig. Faghópurinn kynnti ráðherra niðurstöður sínar í liðinni viku og eru boðaðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu byggðar á þeim.

Forsendur aðgerða eru óbreyttar að því leyti að staðinn er vörður um grunnþjónustu og heilsugæslan sett í öndvegi sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri er hlíft en dregið saman á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana sem veita almenna sjúkrahússþjónustu. Aftur á móti gera tillögurnar ráð fyrir mun minni samdrætti útgjalda en upphaflega var ráðgert í fjárlagafrumvarpi. Hagræðingarkrafa gagnvart heilbrigðisstofnunum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nam rúmum þremur milljörðum króna en verður um 1,9 milljarðar. Gert er ráð fyrir að hagræðingarkrafa ársins 2011 verði um 1,3 milljarðar króna en að kröfu um frekari hagræðingu sem nemur um 570 milljónum króna verði frestað til ársins 2012.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is