Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2010 11:28

Góður sigur Snæfells á Stjörnunni

Það var hörkubarátta í Hólminum í gærkvöldi þegar Stjörnumenn komu í heimsókn í IE-deildinni. Lengi vel var leikurinn í járnum og gestirnir bitu virkilega frá sér. Þeir höfðu þriggja stiga forystu í leikhléinu 45:42. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells hefur eflaust talað vel yfir sínum mönnum í hléinu. Snæfellingar komu mjög grimmir til seinni hálfleiks og það var einmitt í þriðja leikhlutanum sem þeir lögðu grunn að góðum sigri, unnu hann 32:18. Gestirnir náðu ekki að svara í sömu mynt og Snæfell bætti ennþá í á lokakaflanum. Niðurstaðan varð því öruggur Snæfellssigur 114:96. Snæfell er þar með komið í 16 stig og hefur ennþá forskot á Grindavík og KR sem eru í næstu sætum.

 

 

 

Kjarninn hjá Snæfelli virðist ekkert síður öflugur nú í vetur en hann var síðasta vetur. Pálmi Freyr, Jón Ólafur og Emil Þór, ásamt útlendingunum hafa allir verið að leika vel og síðan hefur skyttan Egill Egilsson verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum. 

 

Stig Snæfells: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 21, Emil Þór Jóhannsson 21, Jón Ólafur Jónsson 19. Ryan Amaroso 15, Egill Egilsson 14, Sean Burton 14, Gunnlaugur Smárason 3, Daníel Kazmi 3, Atli Rafn Hreinsson 2 og Sveinn Davíðsson 2. Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Marvin Valdimarsson og Justin Shouse með 25 hvor.

 

Næsti leikur Snæfells verður í Hveragerði gegn Hamri fimmtudagskvöldið 9. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is