Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2010 04:07

Svínaflensa hefur greinst bæði á Hýrumel og Melum

Svínaflensa hefur nú greinst á svínabúum Stjörnugríss á Hýrumel í Hálsasveit og Melum í Hvalfjarðarsveit og hafa búin verið sett í einangrun sem þýðir að aðgangur að þeim er takmarkaður og flutningur dýra til og frá búunum undir efltirliti. Stjörnugrís er stærsti kjötframleiðandi landsins. Fimm önnur svínabú eru í eigu fyrirtækisins, meðal annars á Kjalarnesi og Suðurlandi. Að sögn Gunnars Gauta Gunnarssonar héraðsdýralæknis er staðfest með PCR greiningu að um veirusýkinguna H1N1 er að ræða á báðum þessum búum. PCR greining fæst með blóðsýnatöku og sýnatöku úr nefum dýranna. Gunnar segir að þrátt fyrir greiningu veirunnar séu engin svín veik og ekkert fólk sem umgangist þau. Þá segir hann afbrigði svínaflensunnar misjafnlega væg. Hann segir að frá þessum búum megi því í sjálfu sér flytja svín í sláturhús þar sem ekkert dýr er veikt. Svínaflensa hefur ekki áður greinst í búum á Vesturlandi en fyrir rúmlega ári komu upp flensutilfelli á tveimur búum á Suður- og Norðurlandi.

Starfsfólk á þessum svínabúum verður nú endurbólusett. Gunnar tekur fram að svínaflensa smitast ekki með svínakjöti og fólki stafar engin hætta af neyslu þess. Svínaflensa getur hins vegar borist milli manna og svína. Helsta hættan felist í að smit geti borist í fólk ef starfsmenn bera veiruna til þeirra sem ekki hefur verið bólusettir gegn svínaflensu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is