Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2010 02:19

Kerfi sjálfvirkrar sívöktunar í Hvalfjarðargöngum

Spölur hefur tekið í notkun nýtt og sjálfvirkt sívöktunarkerfi myndavéla í Hvalfjarðargöngum, einn fullkomnasta tæknibúnað af þessu tagi sem völ er á. Uppsetning þessa búnaðar er meginskýring á lokun ganganna í alls sjö nætur núna í nóvember. Fjöldi tæknimanna var þá að störfum við að koma búnaðinum fyrir og prófa hann en fínstillingu lýkur fljótlega. Kerfið kostar uppsett um 60 milljónir króna.  Í frétt á heimasíðu Spalar segir að hafið sé yfir allan vafa að Hvalfjarðargöng eru nú mun betur vöktuð en nokkur annar kafli í samanlögðu þjóðvega- og gatnakerfi landsmanna, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli, á nóttu jafnt sem degi. Nýju myndavélarnar eru 57 frá Bosch Security í Þýskalandi og á sjónsviði þeirra eru akbrautir enda á milli í göngunum, munnar beggja vegna og svæðið utan munna.

Þær eru sem sagt hin sívakandi „augu“ nýja sjálfvirka vöktunarkerfisins. Þar við bætast alls 24 öryggisvélar sem notaðar hafa verið innan og utan ganganna og verða notaðar áfram. Þar á meðal eru þrjár fjarstýrðar vélar sem beint er að stærstu útskotunum í göngunum. Alls er því 81 öryggismyndavél í notkun í Hvalfjarðargöngum og með þeim er nú vaktað bókstaflega allt svæðið sem göngunum tilheyrir. Sjálft eftirlitskerfið er frá belgíska fyrirtækinu Traficon, sem býr að hátt í þriggja áratuga þekkingu og reynslu af eftirlitskerfum í veggöngum og á hraðbrautum víðs vegar um heiminn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is