02. desember. 2010 09:01
Kóraborg, sem eru samtök kóra í Borgarfjarðarhéraði og nágrenni, halda sína árlegu aðventutónleika í Reykholtskirkju í kvöld, fimmtudaginn 2. desember klukkan 20:30. Þetta er í annað sinn sem þessir tónleikar eru haldnir á vegum samtakanna, en þar áður voru tónleikarnir kenndir við Sparisjóðinn.
Á tónleikunum í kvöld koma fram ýmsir kórar af svæðinu: Borgarfjarðabörn, Kór Saurbæjarprestakalls, Kór Borgarnesskirkju, Samkór Mýramanna, Freyjukórinn, Kór eldri borgara, Kór Stafholtskirkju, Karlakórinn Söngbræður og Reykholtskórinn.