Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2010 11:44

Öflugur háskóli starfi áfram á Bifröst

Á nýafstöðnum aðalfundi Hollvinasamtaka Bifrastar var framtíð háskólamenntunar á Bifröst aðal umræðuefnið. Mikill einhugur ríkti á fundinum um áframhaldandi sjálfstæði Bifrastar og þung áhersla lögð á við stjórn skólans að honum verði gert kleift að sinna hér eftir sem hingað til mikilvægu hlutverki sínu í samfélaginu. Að teknu tilliti til tímabundinna fjárhagserfiðleika háskólans þykir Hollvinasamtökunum eðlilegt og vænlegt að efla samvinnu á jafnréttisgrundvelli við aðrar háskólastofnanir, svo sem Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólann í Reykjavík.

Andrés Magnússon, fulltrúi Hollvinasamtakanna í stjórn Bifrastar og formaður háskólastjórnar og Magnús Árni Magnússon rektor, greindu frá hugmyndum í nýafstöðnum viðræðum um sameiningu Bifrastar og Háskólans í Reykjavík, sem Hollvinasamtökunum hugnast alls ekki. Samþykkt var ályktun á fundinum þess efnis að enginn einn aðili skipi meirihluta í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Bifrastar, en Samtök atvinnulífsins hafa haft þar þrjá fulltrúa af fimm síðan menntamálaráðuneytið ákvað að tilnefna ekki fulltrúa í háskólastjórnina. Orðrétt er tillagan þannig: „Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar ályktar að færð skuli til baka sú breyting sem gerð var þegar Samtökum atvinnulífsins var falið að skipa fulltrúa í stjórn háskólans, sem áður hafði verið hlutverk menntamálaráðherra. Fundurinn áréttar einnig mikilvægi þess að enginn einn aðili skipi meirihluta stjórnar háskólans.”

 

Breytingar í stjórn

Andrés Magnússon baðst undan endurkjöri, og hefur látið af formennsku háskólastjórnar. Í hans stað var Kolfinna Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri og aðjunkt við LbhÍ á Hvanneyri kosin fulltrúi Hollvinasamtakanna í stjórn Háskólans á Bifröst.

Á fundinum hætti Hlédís Sveinsdóttir sem formaður Hollvinasamtakanna og var Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kosinn formaður og jafnframt varamaður í háskólastjórn. Magnús Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er varaformaður Hollvinasamtakanna.

mm

 

Á myndinni eru, talin frá vinstri: Guðrún Alda Elísdóttir gjaldkeri, Magnús Stefánsson varaformaður, Óli H. Þórðarson formaður, Þórir Páll Guðjónsson fulltrúi starfsmanna á Bifröst, Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Axel Axelsson, sem bæði hafa gegnt formennsku í Hollvinasamtökunum, Þór Gíslason ritari, Leifur Runólfsson og Kolfinna Jóhannesdóttir fulltrúi Hollvinasamtakanna í háskólastjórn á Bifröst. Á myndina vantar Ara Hermóð Jafetsson fulltrúa Skólafélagsins á Bifröst.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is