Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2010 02:54

Meira en fjórðungur útflutningstekna Íslendinga er af áli

Útflutningsverðmæti áls jókst um liðlega 35% fyrstu 10 mánuði þessa árs og er árið 2010 þegar orðið metár í álútflutningi. Heildarverðmæti útflutts áls nam 186 milljörðum króna á þessum tíu mánuðum. Á sama tíma í fyrra var verðmæti þess 137 milljarðar króna. Stærstur hluti verðmætaaukningar stafar af hækkandi heimsmarkaðsverði á áli, en sem kunnugt er var álverð mjög lágt á síðasta ári. Heildarútflutningsverðmæti áls það sem af er ári er þegar orðið talsvert meira en allt síðasta ár, en útflutningsverðmæti áls árið 2009 nam 173 milljörðum króna. Ljóst er að útflutningsverðmæti þessa árs mun því slá öll met en heildarverðmæti álútflutnings á þessu ári er þegar orðið meira en 2008, en það ár nam útflutningsverðmæti áls um 183 milljörðum króna og hafði aldrei verið meira.

Útflutningur vöru og þjónustu á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs nam tæplega 649 milljörðum króna og jókst um 65 milljarða króna eða um 11% á milli ára. Vægi álútflutnings í þessari aukningu er drjúgt en á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins jókst álútflutningur um liðlega 53 milljarða króna. Hlutdeild álútflutnings í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar nam 26,6% á þessu tímabili.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is