Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2010 02:17

Heilbrigðisstofnun Vesturlands gert að draga saman um 165 milljónir

Samkvæmt endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að niðurskurður fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verði 165 milljónir króna á næsta ári. Mætir því stofnunin auknum kröfum um niðurskurð frá fyrri tillögum þegar gert var ráð fyrir 3% samdrætti milli ára, eða 112 milljónum kr. Athygli vekur að í endurskoðuðu frumvarpi til fjárlaga er einungis tveimur heilbrigðisstofnanir gert að draga enn frekar saman miðað við fyrri tillögur. Það er Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. “Þetta mun hafa í för með sér endurskoðun allra rekstrarþátta stofnunarinnar á átta starfsstöðvum. Fækkun starfsmanna verður óhjákvæmileg,” segir Guðjón Brjánsson forstjóri HVE og bætir við að það muni liggja fyrir í síðasta lagi fyrir lok mánaðarins hvaða starfsfólki þurfi að segja upp.

Guðjón segir að í samræmi við markmið ráðuneytis verði nú lögð áhersla á að vernda heilsugæslu í umdæminu eins og kostur er.  “Hjúkrunarrýmum verður fækkað og sömuleiðis sjúkrarýmum. Heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að tryggja áfram öfluga fæðinga- og skurðstofustarfsemi á einum stað í heilbrigðisumdæminu og það verður á Akranesi.  Sömuleiðis er stefnt að viðhalda háls- og bakdeild sem starfrækt er í Stykkishólmi með fjárhagslegri endurskipulagningu. Framkvæmdastjórn HVE vinnur nú að rekstraráætlun fyrir stofnunina sem miðar að því að ná jafnvægi í rekstri frá upphafi árs til loka. Því verkefni mun ljúka á næstu veimur vikum,” segir Guðjón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is