Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2010 10:19

Fyrsta stóra vindmyllan hér á landi mun brátt rísa í Belgsholti

Það verður varla annað sagt um Harald Magnússon bónda í Belgsholti í Melasveit en hann sé með framtakssamari bændum. Haraldur var meðal þeirra fyrstu sem reyndu fyrir sér í kornrækt á Vesturlandi og hefur verið að þróa þá ræktun og vinnslu, meðal annars sáði hann bæði fyrir hveiti og repju á liðnu sumri auk byggsins. Þau Belgsholtshjón, Haraldur og Sigrún Sólmundardóttir, fóru út í ræktun skjólbelta á sínum tíma og eru þátttakendur í landshlutaverkefninu Vesturlandsskógar. Að undanförnu hefur Haraldur svo unnið að og undirbúið uppsetningu á vindmyllu í Belgsholti, þeirri fyrstu sem sett verður upp hér á landi. Henni er ætlað að framleiða orku fyrir heimili og búrekstur og umfram orkan fari til sölu hjá Rarik. Haraldur ætlar þar með að nýta vindbelginginn, sem á drjúgum köflum er viðvarandi þarna niðri við sjóinn í Melasveitinni, sér og sínum til hagsbóta.

Ítarlegt viðtal er við Harald í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is