Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2010 11:20

Snæþvottur kominn aftur í rekstur

Nú um mánaðamótin tóku nýir rekstaraðilar við Snæþvotti í Grundarfirði. Þetta eru þær mæðgur Ingibjörg Sigurðardóttir, betur þekkt sem Bibba, og dóttir hennar Helga Sjöfn Ólafsdóttir. Saman hafa þær rekið Gallerí Kind í Grundarfirði og mun galleríið nú færast í húsnæði Snæþvottar. “Fyrstu dagarnir gengu fínt, við skemmdum allavega ekki neitt,” sagði Bibba í samtali við Skessuhorn í lok síðustu viku en Helga Sjöfn var þá á ferðalagi í París. Verslun sem rekin hefur verið samhliða þvottahúsinu mun síðan opna á morgun, fimmtudaginn 9. desember. Þar verða til sölu byggingavörur og fleira í þeim dúr, Bibba segir það hafa verið draum sinn lengi að selja byggingavörur í Grundarfirði.

 

 

 

Þvottahúsið og fatahreinsunin verður rekin með nánast óbreyttu fyrirkomulagi en Bibba segist fagna öllum ábendingum varðandi verslunina. Markmiðið sé að þjónusta heimamenn og því sé mikilvægt að heyra frá þeim hvað þeim finnist vanta í búðirnar á svæðinu. “Við munum báðar halda vinnunni okkar, Helga Sjöfn hefur verið í hlutastarfi á dvalarheimilinu og ég sé um gámastöðina. Sólarhringurinn mun því lengjast aðeins hjá okkur báðum. Snæþvottur er barnið hennar Unnar og við erum einungis að taka það í fóstur.  Hún stofnaði þetta fyrirtæki en hún hefur verið mjög almennileg og kennt okkur á starfsemina og reksturinn,” sagði Bibba að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is