08. desember. 2010 10:00
Skortur er á blóði úr O plús blóðflokknum í Blóðbankanum. Það bráðvantar blóð úr þeim flokki og er lagerstaðan í lágmarki, segir í tilkynningu frá bankanum. Starfsmenn Blóðbankans hvetja blóðgjafa í O plús til þess að að mæta og gefa blóð.