Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2010 09:01

Elsta jólakveðja sem vitað er um hér á landi

Héraðsskjalasafn Akraness hefur sett upp sýningu á jólakortum úr einkaskjalasafni Jóhönnu J. Þorgeirsdóttur (1930-2006), frá Litla-Bakka á Akranesi. Kortin eru öll frá fyrri hluta síðustu aldar, mörg hver hátt í hundrað ára gömul. Elstu jólakveðju sem til er á Íslandi má finna í bréfi frá árinu 1667, en hana ritaði Brynjólfur Sveinsson biskup. Þar segir: „Með ósk gleðilegra jóla, farsællegs nýja árs, og allra góðra heillastunda í Vors Herra nafni Amen.“  Það var þó ekki fyrr en miklu seinna að jólakortin eins og við þekkjum þau í dag komu til sögunnar. Fyrsta jólakortið sem kom á markað í heiminum, svo vitað sé, var gefið út í Englandi árið 1843 en það var þremur árum eftir að frímerkið var fundið upp.

Í kringum 1890 komu fyrstu jólakortin á markað hér á landi og voru þau yfirleitt dönsk eða þýsk, en þá höfðu jólakortin þegar breiðst hratt út um Evrópu og Norður-Ameríku.

Uppúr aldamótunum 1900 fóru íslensk jólakort að birtast og fljólega varð mjög algengt að senda jólakort hér á landi og hefur það aukist jafnt og þétt í gegnum árin og er nú löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningnum.

Jólakortaýning Héraðsskjalasafnsins er í sameiginlegu rými safnanna á Dalbraut 1 og stendur fram yfir þrettándann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is