Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. desember. 2010 03:43

Ívið fleiri þiggja aðstoð Mæðrastyrksnefndar í ár

Í dag er aðal úthlutunardagur Mæðrastyrksnefndar á Vesturlandi fyrir þessi jól. Fer úthlutunin fram í aðstöðu nefndarinnar við Stekkjarholt á Akranesi. Að sögn Anítu B Gunnarsdóttur formanns nefndarinnar höfðu um 130 sótt um úthlutun fyrir daginn í dag, en um 20 hafa bæst við síðan. Reiknar hún með að eitthvað fjölgi í hópnum og því megi reikna með að 165-170 fjölskyldur fái úthlutun á þessu ári. Það eru um 10% fleiri en í fyrra, þegar 150 fjölskyldur þáðu aðstoð. Styrkþegar koma af Akranesi, Borgarbyggð og Dalabyggt.

Aníta segir að mjög vel hafi gengið að afla fjár og gjafa og hafi einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki lagt málefninu gott lið. Hafi nefndin af þeim sökum haft möguleika á að útbúa veglegar matargjafir að þessu sinni.

Blaðamaður leit við hjá Mæðrastyrksnefnd þegar úthlutun stóð sem hæst í dag. Hver styrkþegi fékk matvöru í 5-6 innkaupapokum sem innihéldu kjötvörur af ýmsu tagi, bökunarvörur, drykkjarföng, smákökur, ávexti og grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Var fólkið sem mætt var afar þakklátt fyrir það sem í hlut þess kom.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is