Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2010 11:18

Sannfærandi sigur Snæfells á Hamri

Snæfell heldur áfram toppsæti sínu í IE-deildinni í körfubolta. Hamarsmenn í Hveragerði, sem í vetur hafa unnið marga góða sigra á sínum heimavelli, áttu ekkert svar við góðum leik gestanna þegar Snæfell kom í heimsókn í gærkvöldi. Snæfellingar unnu alla leikhlutana fjóra og náðu mjög góðu forskoti í öðrum leikhlutanum. Staðan í leikhléi var 47:33 fyrir Snæfell og lokatölur 99:75. Ryan Amaroso átti mjög góðan leik í liði Snæfells, skoraði 38 stig og tók 11 fráköst. Jón Ólafur Jónsson kom næstur með 16 stig og 6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson skoraði 10 og tók 6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerði 8 stig, Sean Burton 7, tók 8 fráköst og átti 10 stoðsendingar, Egill Egilsson skoraði 6 og tók 4 fráköst, Atli Rafn Hreinsson skoraði fimm stig 5, sem og Sveinn Arnar Davíðsson og þeir  Daníel A. Kazmi og Kristján Andrésson 2 stig hvor. Stigahæstir hjá Hamri voru  Andre Dabney og Darri Hilmarsson með 19 stig hvor.

Þá er aðeins einn leikur eftir fyrir áramót þegar mótið verður hálfnað. Það er gegn KR-ingum sem koma í heimsókn í Hólminn fimmtudagskvöldið 16. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is