Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2010 07:01

Kvöldvaka á Bókasafni Akraness

Tvær skáldkonur af Skaga kynna nýjar bækur sínar í kvöld, mánudagskvöldið 13. desember, kl. 20 í Bókasafninu á Akranesi. Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur kynnir ljóðabók sína Brúður. Brúður er sérkennileg og heillandi bók um brúðkaup. Skyldulesning fyrir einhleypa, kaldhæðna, hamingjusamlega gifta og rómantíkera. Steinunn Jóhannesdóttir kynnir bók sína Heimanfylgju: skáldsögu um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggða á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Steinunn hefur rannsakað líf og skáldskap Hallgríms um árabil. Heimanfylgja er heillandi þroskasaga hins unga Hallgríms fram á unglingsár sögð af alúð og hugkvæmni. Áður hefur Steinunn skrifað um ævintýralegt lífshlaup eiginkonu Hallgríms í metsölubókinni Reisubók Guðríðar Símonarsdóttur.

Félagar úr Kammerkór Akraness syngja lög við ljóð Hallgríms undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is