Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2010 03:32

Ríkisstjórnin samþykkir 40 milljarða króna innspýtingu til vegaframkvæmda

Í kjölfar þess að lífeyrissjóðir hafa nú slitið viðræðum við ríkisvaldið um fjármögnun stórframkvæmda í vegagerð ákvað ríkisstjórnin á fundi í morgun þrátt fyrir það að rífa af stað stórframkvæmdir á næstu árum. Mbl.is greinir frá því í dag að ríkisstjórnin hafi samþykkt að setja í gang 40 milljarða króna vegaframkvæmdir á næstu fjórum til fimm árum. Það verður framkvæmt þannig að ríkissjóður mun afla heimilda í fjárlögum og bjóða út skuldabréfaflokk og lána til þeirra félaga sem munu koma að framkvæmdunum. Þá segir að stefnt sé að því að framkvæmdir geti hafist á næstu vikum eða mánuðum enda liggja sumar af þessum framkvæmdum fullhannaðar á teikniborðinu frá því viðræðurnar við lífeyrissjóðina fóru í gang. 

Mbl.is hefur eftir Kristjáni Möller þingmanni og fv. samgönguráðherra, sem stýrt hefur viðræðum við lífeyrissjóðina fyrir hönd ríkisins, að nú séu að minnsta kosti fjögur verk sem geta komið til útboðs á næstu vikum og mánuðum. Nefnir hann framkvæmdir á suðvesturhorninu auk Vaðlaheiðarganga. Um er að ræða framkvæmdir á Suðurlandsvegi að Selfossi, Vesturlandsvegi að Hvalfjarðargöngum og Reykjanesbraut suður fyrir Straum.

 

Aðspurður segir hann þetta vera mikla innspýtingu í hagkerfið. Nú fari hjólin að snúast og nóg verði að gera hjá verktökum á næstu árum. Þúsundir ársverka muni nú skapast. Síðast en ekki síst þá sé þetta mikið umferðaröryggismál. “Þarna erum við að tala um fjölförnustu vegi landsins, hér á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem verða þá 2+1 eða 2+2 eftir atvikum, þ.e. aðgreindar akstursstefnur. Þannig að þjóðhagslegur ávinningur við fækkun slysa verður mældur í milljörðum örugglega líka.“

 

Í ítarlegu viðtali á fréttavef Mbl.is segir Kristján að vextir hafi verið ásteitingarsteinninn í viðræðunum við lífeyrissjóðina. Hafi þeir farið fram á hærri vexti en eðlilegt sé fyrir vaxtaþróun í landinu.

 

Sjá frétt mbl.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is