Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. desember. 2010 01:01

Vilja skilgreina hlutverk spítalans í Stykkishólmi

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar beinir því til heilbrigðisráðherra að skilgreint verði hlutverk og meginmarkmið St. Franciskusspítala í Stykkishólmi innan Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og á Snæfellsnesi, en ekki síst á landsvísu. Bæjarráðið leggur ríka áherslu á mikilvægi háls- og bakdeildar sjúkrahússins, en um 500 manns bíði eftir að komast að hjá greiningar- og meðferðarteymi deildarinnar. Bæjarráð Stykkishólms samþykkti ályktun þessa efnis á fundi sínum sl. þriðjudag.

 

 

 

 

Ráðið segir í ályktun sinni að árangur af starfi háls- og bakdeildar sjúkrahússins hafi sannað mikilvægi sitt. Leggur bæjarráð einnig áherslu á þörf fyrir frekari uppbyggingar og eflingu deildarinnar þar sem húsnæðiskostur er til staðar og sóknarfæri liggi í aukinni þjónustu. Í ályktuninni segir ennfremur: „Eins og er starfar deildin ekki með fullum afköstum vegna banns við endurráðningum. Fyrirhugaður niðurskurður ársins 2011 kemur að vísu að takmörkuðu leyti niður á þessari starfsemi, en ef vel ætti að vera, þyrfti að bæta við bæði sjúkraþjálfurum og lækni til að hægt sé að nýta alla þá fjölmörgu sóknarmöguleika sem starfsemin gefur fyrirheit um. Bæjarráð styður það viðhorf fagfólks stofnunarinnar, sem fram kemur í bréfi til framkvæmdastjórnar HVE dags.19.11.2010, að nauðsynlegt sé að hlutverk sjúkrahússins verði skilgreint nánar. Er þar sérstaklega litið til þeirrar hugmyndar að spítalinn verði bráðasjúkrahús fyrir allt Snæfellsnes í sjúkdómaflokkum sem nánar verði skilgreindir. Með þessu myndi nýtast betur sú aðstaða og það hæfa starfsfólk sem stofnunin ræður yfir um leið og góð nærþjónusta til hagræðis fyrir íbúana yrði til staðar. Auk þess sem létt yrði á álagi stærri sjúkrahúsanna.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is