13. desember. 2010 12:01
Riðlakeppni á Íslandsmóti karla í innanhússknattspyrnu er nú lokið og voru það Víkingar frá Ólafsvík sem gjörsigruðu Vesturlandsriðilinn. Þeir voru með fullt hús stiga, unnu alla sína leiki og kláruðu riðilinn með alls 18 stig. Grundarfjörður og Kári frá Akranesi voru bæði með níu stig þegar riðlakeppninni lauk en Grundarfjörður fer áfram á betri markatölu. Breiðablik tapaði öllum sínum leikjum og var því án stiga. Átta liða úrslit Íslandsmótsins fara fram næstkomandi föstudag, 17. desember. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir á laugardaginn og úrslitin ráðast sunnudaginn 19. desember.