Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2010 08:01

Batamerki að sjá í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Borgarbyggðar og undirfyrirtækja var samþykkt eftir seinni umræðu í sveitarstjórn sl. fimmtudag. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skatttekjur verði 1.777,8 milljónir kr. og rekstarafgangur samstæðunnar 18,8 milljónir árið 2011. Framkvæmdir og fjárfestingar verði 621 milljón. Jákvæður tónn er í bókunum allra flokka og fulltrúa frá fundinum, sem telja batamerki í fjárhagsáætluninni og að hún hafi verið vel unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins. Í máli Björns Bjarka Þorsteinssonar forseta sveitarstjórnar og meirihlutans kom fram að áætlunin hafi verið gerð af varfærni, t.d. er þar ekki gert ráð fyrir aukaframlagi frá Jöfnunarsjóði á næsta ári. 

 

 

 

 

Í bókun meirihlutafulltrúanna kom einnig fram að endurskoðuð fjárhagsáætlun yfirstandandi árs beri þess glöggt merki að sveitarsjóður verði rekinn með nokkrum rekstrarafgangi. Á næsta ári verði ný lán fyrst og fremst tekin vegna framkvæmda við hjúkrunarálmu við Dvalarheimili aldraðra, en 85% af byggingarkostnaði verða síðan endurgreidd af ríkinu í gegnum húsaleigu. Meirihlutinn segir óvissuþætti nokkra í rekstri sveitarfélaga, tekjugrunnur sé á vissan hátt óviss sökum atvinnuástands og einnig eru kjarasamningar á vinnumarkaði lausir og óvíst hverju fram vindur í kjaraviðræðum.

Minnihlutafulltrúarnir Jóhannes Stefánsson og Geirlaug Jóhannsdóttir Samfylkingu, segja í bókun sinni fjárhagsramman mjög þröngan. Þau lýsa áhyggjum af mikilli aukningu langtímaskulda og aðgæslu sé þörf þegar kemur að því að taka ákvarðanir um aukin útgjöld á næstu mánuðum og misserum. 

„Áætlunin er þröng og mikið verk fyrir höndum að halda hana, við lýsum okkur reiðubúin að vinna að því verki.  Jafnframt færum við starfsfólki Borgarbyggðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag við fjárhagsáætlunargerðina,“ sögðu Finnbogi Leifsson og Sigríður G. Bjarnadóttir fulltrúar Framsóknarflokks og var andinn í þessum dúr þegar fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is