Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2010 06:44

Skyrkonfekt nú framleitt á Erpsstöðum

“Það hefur tekið okkur hátt í þrjú ár að þróa þessa vöru og nú er skyrkonfektið loksins fullþróað,” sagði Ingvar Bæringsson mjólkurfræðingur að Erpsstöðum í Dölum í samtali við Skessuhorn. Konfektið var þróað í samstarfi við hönnunardeild Listaháskólans en verkefni hennar “Stefnumót hönnuða og bænda” í samstarfi við samtökin Beint frá býli er þriggja ára tilraunaverkefni til þess að efla bændur í heimaframleiðslu. “Hingað komu nokkrar stelpur úr Listaháskólanum með það að markmiði að finna nýjar leiðir til að vinna með mjólk. Ein þeirra hafði keypt sér skyr og hafði prófað að sía það til að sjá hvort hægt væri að móta það og gera eitthvað úr því. Upp úr þeim tilraunum kviknaði þessi hugmynd að skyrkonfekti.”

Ekki hollt heldur gott

Það voru nemendurnir Kristín Birna Bjarnadóttir, Alda Halldórsdóttir og Sabrina Elisabet Stigler sem hönnuðu þessa skemmtilegu konfektmola. Skyrkonfektið er búið til úr hvítu súkkulaði ásamt skyrfyllingu sem þróuð er í samstarfi við Örvar Birgisson bakara í Nýja kökuhúsinu í Kópavogi og Matís. “Við erum ekki enn komin með öskjurnar sem verða utan um konfektið en hugmyndin er að selja sex mola í hverri öskju og síðan verður einnig hægt að kaupa staka mola. Við leggjum aðaláherslu á að koma konfektinu á veitingastaði og í kaffihús því varan hentar ekki venjulegum verslunum. Það þarf sérstakan kæli undir konfektið sem er best geymt í tólf gráðu heitum kæli,” sagði Ingvar sem hefur unnið á Erpsstöðum síðan haustið 2009. Þar er einnig framleiddur ísinn Kjaftæði, skyr og osturinn Grikki. “Við erum alltaf með einhverjar hugmyndir á lofti varðandi frekari framleiðslu. Til dæmis höfum við verið að prófa okkur áfram með reyktan ost og síðan langar okkur til að hefja framleiðslu á rjómaosti. Í framtíðinni er svo draumurinn að framleiða einhvers konar mygluost.”

 

Af því að nýjasta framleiðsluvaran er nú skyr-konfekt spyr blaðamaður Ingvar hvort það sé kannski hollara en venjulegt konfekt? Svarið er einfalt. “Nei. Þetta á ekki að vera hollt, þetta á að vera gott,” sagði Ingvar að lokum og hló. Þess má geta að hægt er að panta skyrkonfekt, sem og aðrar framleiðsluvörur Erpsstaða, í gegnum heimasíðu Rjómabúsins á Erpsstöðum; www.erpsstadir.is 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is