14. desember. 2010 11:01
Félags- og tryggingaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að takmarkanir á hundahaldi í fjölbýlishúsum eigi ekki við þegar um hjálparhunda er að ræða. Fyrr á þessu ári urðu talsverðar umræður í fjölmiðlum í tilefni þess að sjónskert kona á Akranesi fékk ekki að halda sérþjálfaðan leiðsöguhund í blokk þar sem hún býr. Fékk hún þó á endingu bráðabirgðaleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum þurfa allir íbúar fjölbýlishúss að samþykkja beiðni íbúa til að vera með hund. Á það jafnt við um sérþjálfaða hjálparhunda og aðra hunda. Með breytingu á lögunum sem nýja framvarpið felur í sér, þarf ekki lengur það samþykki, ef blindur einstaklingur á í hlut sem þarf á hjálparhundi að halda.