16. desember. 2010 07:01
Skallagrímsmenn höfðu ekki heppnina með sér þegar dregið var í 8-liða úrslit Poweradebikarsins fyrr í vikunni. Þeir fengu ekki heimaleik, þurfa að fara á Krókinn og mæta þar úrvalsdeildarliði Tindastóls en Skallagrímur leikur sem kunnugt er í 1. deild. Bæði kvennalið Skallagríms og Snæfells fá heimaleiki. Úrvalsdeildarlið Snæfells fær efsta lið deildarinnar Hamar í heimsókn og 1. deildarlið Skallagríms fær úrvalsdeildarlið KR heim. Leikið verður í Poweradebikarnum helgina 8.-9. janúar.