Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2010 10:26

Stykkishólmur mesta grásleppuhöfnin

Grásleppuveiðin á vertíðinni ár var sú mesta sem um getur í áratugi en heildaraflinn á vertíðinni svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum. Að því er kemur fram hjá Landssambandi smábátaeigenda (LS) þarf að fara aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði. Það er heldur ekki oft sem góð veiði og hátt verð fyrir grásleppuhrogn fara saman eins og gerðist núna. LS segir því afkomu flestra þeirra sem stunduðu veiðarnar hafa verið góða og meðalveiði á bát verið 52 tunnur af hrognum sem rúmlega fjórðungi meira en á vertíðinni á undan.

Fleiri stunduðu veiðarnar núna en oft áður en alls komu 344 bátar við sögu á vertíðinni sem er 65 bátum fleira en árið áður og 115 bátum fleira en árið 2008.

Best var veiðin við Vesturland og af einstökum veiðisvæðum var langmest veiði í Breiðafirði, eða 5.480 tunnur af hrognum sem er 30% heildarveiðinnar.  Mestu var landað í Stykkishólmi 2.736 tunnum af hrognum og næsthæsti löndunarstaðurinn var Brjánslækur með 1.481 tunnu og í þriðja sæti Akranes með 1.347 tunnur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is