Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2010 09:01

Segir að enginn eigi að vera einn um jólin

Pauline McCarthy
Hún Pauline McCarthy, sem búið hefur á Akranesi síðustu fimm árin, hefur vakið athygli fyrir ýmislegt sem hún hefur komið að síðan hún flutti í bæjarfélagið. Pauline syngur, er í forsvari fyrir félag nýrra Íslendinga, er listfeng, heldur veislur og kemur almennt víða við. Hún er fædd og uppalin í stórum systkinahópi í Glasgow í Skotlandi en fluttist hingað til lands árið 1994, bjó í Reykjavík áður en hún flutti á Akranesi 2005. Nú hefur hún ákveðið að opna hús sitt á aðfangadag fyrir gestum og bjóða þangað í mat og samveru þeim sem annars væru einir á jólunum. “Það á enginn að þurfa að vera einn á jólunum. Þegar ég bjó í Reykjavík var ég vön því að bjóða fólki heim til mín og þangað komu allt upp í 18 manns þegar mest var. Ég hef ekki gert þetta síðan ég flutti á Akranes en hef nú ákveðið að taka upp þráðinn af því ég veit um fólk sem annars yrði einsamalt á jólunum.

Það eru því allir velkomnir heim til mín á Skagabraut 25 milli klukkan 16 og 20 á aðfangadag. Það þarf bara að láta mig vita fyrirfram í síma 824-2640 og hver og einn leggur eitthvað lítilræði til á jólaborðið. Allir fá svo jólapakka,” segir hún.

 

“Þegar ég byrjaði á að gera þetta í Reykjavík komu þetta þrír eða fjórir fyrst en svo vatt þetta fljótlega utan á sig. Þetta voru bæði útlendingar og Íslendingar sem bjuggu einir. Oft erlendir starfsmenn einhverra fyrirtækja sem hér dvöldu. Með þessu móti kemst fólk í félagsskap með öðrum og það finnst mér mjög mikilvægt, það á enginn að þurfa að vera einn um jólin. Jólin eiga að vera tími gleði, ánægju og samveru. Við munum borða saman góðan mat og syngja, gjarnan á mörgum tungumálum. Svo fá allir einhverja smá gjöf frá mér.”

 

Auk þess að vera að skipuleggja jólahátíð með fjölskyldu sinni er Pauline nú að skipuleggja fjölskylduhátíð hjá Félagi nýrra Íslendinga á morgun, fimmtudaginn 16. desember. Fjölskylduhátíðin verður í húsnæði HVER við Kirkjubraut á Akranesi milli klukkan 18 og 20. Þar kostar 500 krónur inn og þarf að láta vita af sér í síma til Paulina (824-2640).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is