Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2010 03:29

Er sérstakur samkvæmt lögum en annars ósköp venjulegur

„Ég á ekki bót fyrir boruna á mér, konan á allt, konan á allt, ef sérstakur skyldi nú droppa við hjá mér,“ söng Bjartmar Guðlaugsson í útvarpinu þegar blaðamaður Skessuhorns ók af Sæbrautinni í Reykjavík inn á Skúlagötuna fyrir skömmu. Skemmtileg tilviljun þetta því blaðamaður var einmitt á leiðinni á Skúlagötu 17 þar sem skrifstofa hins sérstaka, sem Bjartmar söng um, er til húsa. „Jú, jú auðvitað geta svona tilfelli komið upp eins og sagt er frá í þessum texta en þær eru margar skemmtilegar vangavelturnar sem hafa komið vegna þessa embættis,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, þegar þessi tilviljun er nefnd við hann í upphafi samtals.

Það var í ársbyrjun 2009, sem Ólafur Þór var skipaður í nýtt embætti sérstaks saksóknara vegna efnhagshrunsins. Hann var þá sýslumaður á Akranesi og er í leyfi frá því embætti meðan hann gegnir embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór býr enn á Akranesi ásamt Guðnýju Þ. Ólafsdóttur konu sinni og fjórum börnum þeirra á aldrinum sex til sautján ára. Ólafur hafði þar áður verið sýslumaður á Hólmavík frá árinu 1996 en tók við sem sýslumaður á Akranesi 1998. Nýja starfið, sem hann hefur nú gegnt í tæp tvö ár, er brautryðjendastarf og Ólafur Þór og samstarfsfólk hans urðu að byrja frá grunni því ekki var einu sinni til húsnæði fyrir starfsemina.

 

Ítarlegt viðtal við Ólaf Þór er í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is