Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2010 10:01

Snæfell í jólafríið á toppnum

Snæfellingar gefa ekkert eftir á toppi IE-deildarinnar í körfubolta. Þeir sigruðu KR-inga í lokaleik fyrri helmings deildarkeppninnar í hörkuleik í Hólminum í gærkvöldi. Snæfell er nú með 20 stig í deildinni, hefur aðeins tapað einum leik til þessa. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir áramótin.

Leikurinn var mjög jafn allan fyrri hálfleikinn og Snæfell aðeins einu stigi yfir á hálfleik 42:41. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og voru komnir með góða forystu. Þá breyttu heimamenn um varnarskipulag og náðu að snúa leiknum sér í vil. Það var svo fyrrum KR-ingurinn í liði Snæfells, Pálmi Freyr Sigurgeirsson besti maður vallarins, sem gjörsamlega slökkti í gestunum og útkoman varð öruggur sigur Snæfells, 94:80.

 

 

 

„Við vorum tíu stigum undir, 61:71, og breyttum í svæðisvörn. Þá fóru hlutirnir að gerast við náðum vel saman, fórum að þétta vörnina og það var það sem skóp þennan sigur. Við vorum snöggir fram og fengum auðveldar körfur. Nú er mótið hálfnað og við í fyrsta sæti og við erum sáttir við það sem af er. Svo er það deildameistaratitillinn og síðan úrslitakeppnin sem er nýtt mót,” sagði Pálmi Freyr sigurreifur að leik loknum.

 

Pálmi var mjög heitur í leiknum, setti niður sjö þrista af tíu og var með 28 stig, 5 fráköst og jafnmarkar stoðsendingar, stal 3 boltum. Sean Burton skoraði 21 stig, átti 8 stoðsendingar og stal 3 boltum. Ryan Amoroso gerði 15 og tók 11 fráköst, Emil Þór Jóhannsson gerði 13 stig, tók 7 fráköst, átti 6 stoðsendingar og stal 3 boltum.  Jón Ólafur Jónsson skoraði 7 stig, tók 6 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Sveinn Arnar skoraði 5 stig, Egill Egilsson 3 og Atli Rafn Hreinsson 2. Hjá KR var stigaskorið jafnt, Hreggviður Magnússon, Marcus Walker og Brynjar Þór Björnsson voru allir í kringum 15 stigin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is