Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2010 12:01

Ný námskeiðsröð um jarðrækt við endurmenntun LbhÍ

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður á nýju ári upp á röð námskeiða fyrir bændur, verktaka og þjónustuaðila sem vilja ná enn betri árangri í jarðrækt og fóðuröflun. Námskeiðsröðin, sem ber nafnið Sáðmaðurinn, er lögð upp í anda Grænni skóga og Reiðmannsins að því leyti að kennd eru tvö til þrjú einingabær námskeið á önn eða í allt átta námskeið frá janúar 2011 til vors 2012.   Mikil áhersla verður lögð á virka þátttöku nemenda, bæði í kennslu og umræðu. Jafnframt verður leitast eftir góðu samstarfi við ýmsa fagaðila innan jarðræktargeirans sem og vélainnflytjendur og verktaka.Verkleg kennsla verður því partur af náminu sem og vettvangsferðir.

Umsjónarmenn áfanga eru, meðal annarra Bjarni Guðmundsson, Þóroddur Sveinsson, Ríkharð Brynjólfsson og Sigtryggur Veigar Herbertsson sérfræðingar hjá LbhÍ auk fjölda annarra sem munu koma að kennslu afmarkaðs efnis. Verkefnastjóri námsins er Ásdís Helga Bjarnadóttir hjá Endurmenntun LbhÍ og veitir hún allar frekari upplýsingar um námið um netfangið endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is